Dagur 3

Við lögðum af stað frá Bregenz við Bodensee í Austurríki um kl. 9 í morgun.  Ókum meðfram vatninu og í gegnum Sviss til Þýskalands í bæinn Offenburg við landamærin við Frakkland (um 10km frá Strasbourg)

Leiðin lá m.a. í gegnum Svartaskóg

Erum hér í góðu yfirlæti á Hótel Schwanen (Svanurinn) og búnir að leggja línurnar með næstu daga en veðrið er að gera okkur erfitt fyrir.

Í dag lágu 252km í sæmilegu veðri en þó rigndi á okkur á köflum, en enginn er verri þó hann vökni!

 


Dagur 2

Þessi dagur var aldeilis góður.

 

Við lögðum af stað frá hótelinu rétt fyrir kl. 10 í morgun frá Bad Tölz.

Ókum um rætur Alpannna í gegnum Garmisch-Partenkirchen sem var frábært.

Þessi dagur er búinn að vera mjög skemmtilegur.

Við ókum 255 km í dag í prýðilegu veðri.

Erum á hóteli í Austurríki, Hótel Lamm.

Ég mun setja inn myndir við fyrsta tækifæri í myndagallerýið.

Vandamál okkar þessa stundina er að veðurspáin fyrir næstu dagana er ekki góð, rigning, kuldi og jafnvel snjókoma.

Ætlum því að láta Alpana bíða að sinni og stefnum í norður á morgun.  Líklega til Strasburg í Frakklandi.


Evrópa 2017 - Dagur 1

Jæja, þá er fyrsti dagurinn að kveldi kominn og komið að stuttri stöðuuppfærslu.

Við komum til Munchen upp úr hádegi og þá biðu okkar hjólin á leigunni í Erdinge.

Eftir að Arnþór hafði gallað sig upp í næstu mótorhjólabúð var lagt af stað til Bad Tölz við Alparætur.

Ferðin gekk ágætlega en við vorum í smávægilegum vandræðum með eitt GPS tækið og eina af talstöðvunum.

Við fórum út að borða og settumst svo niður til að skipuleggja morgundaginn.

Veður útlit er ekki eins og best verður á kosið en við ætlum að reyna að komast hjá kulda og rigningu.

Í dag ókum við aðeins um 95 km sem myndi seint teljast til mikilla afreka.


Dagur 8

Við keyrðum frá Ibis hótelinu í Augsburg í morgun, áleiðis til Frankfurt.  Við töldum best að byrja á hraðbrautinni og svo ákváðum við að halda okkur þar, þrátt fyrir að hitinn væri nánast óbærilegur eða allt upp í 32°C og lengst af 29-30°C.

 

Við borðuðum hádegismatinn á tyrkneskum veitingastað í Karlsruhe.

Töluverðu magni af bensíni var brennt í dag og allmörgum hitaeiningum einnig.  Hitinn var slíkur að svitinn rann af hverjum manni.

 

Við komum til Frankfurt um kl. 17 og skiluðum þá mótorhjólunum.

Síðan beið okkar gisting á Hótel Bliss í miðborginni.

Eftir langþráða sturtuferð héldum við á Hooters og töltum svo heim á hótel með viðkomu á bar þar sem við sötruðum einn ískaldan.

 

Eftir daginn lágu svo 394 km, að mestu eknir á hraðbraut og því ekki skemmtilegasti dagurinn m.t.t. mótorhjólamennsku.

 

Við ókum samtals 2251 km í ferðinni og u.þ.b. 1850 km ókum við á sveitavegum, flestum þröngum og hlykkjóttum og lágu þeir margir í gegnum smábæi sem voru afar fallegir.

 

Ferðin var algjörlega frábær í alla staði og við erum allir mjög sáttir við túrinn.

Ég vil þakka öllum sem kunna að hafa lesið færslurnar síðustu dagana og vona að þið hafið haft eitthvað gaman að þessu með okkur.

 

Við erum sammála um að við höfum ekki náð að fara á alla þá staði sem við vildum og því strax komin ástæða til að endurtaka leikinn á næstu árum.

 

 

Bestu kveðjur,

Svanþór, Bolli, Örn & Sigurjón

 

 


Dagur 7

Þegar við vöknuum í morgun var útlitið ekki mjög bjart.  Allt blautt og þoka yfir Ölpunum.

En eftir morgunverðinn var ástandið orðið mun betra og við héldum af stað úr þessum fallega bæ, Kitzbuhel í Austurríki... skíðaparadísinni miklu.

 

Ókum í átt að Arnarhreiðrinu og komum þangað í dásamlegu veðri og frábæru skyggni.  Tókum rútu upp í 1770m hæð og þaðan lá leiðin 124m inn í fjallið gangandi og svo 124m upp með gullsleginni lyftunni.

Þegar upp var komið blasti fögur fjallasýnin við okkur.  Við fengum okkur Wiener Schnitzel og einn ískaldan og skoðuðum allt svæðið í krók og kima.

Síðan var ekið um sveitavegi og að lokum hraðbraut til Augsburg þar sem við erum á Ibis hóteli. Fórum út að borða og sitjum núna á hótelbarnum að ræða morgundaginn sem verður síðasti hjóladagurinn hérna úti í bili.  Við skilum hjólunum á leiguna seinni partinn á morgun.

Eftir það tekur við smá strákatími, við ætlum m.a. í mótorhjólabúð er nefnist Louis.

Í dag ókum við 330km í sæmilegum hita í morgun en svo mjög miklum hita eftir hádegið, 24-28°C sem er OF heitt fyrir minn smekk þegar ég er í leðurgallanum.

Góðar stundir!

 


Dagur 6

í dag vorum við komnir á fákana um kl. 9:45 í San Vigilio á Ítalíu.

Veðrið var svo sem ekki að leika við okkur í dag en hitastigið var frá 12-18°C og um tíma seinni partinn rigndi hressilega.

Við áttum þó góðan dag og hluti leiðarinnar var mjög skemmtilegur.

Hádegismatinn snæddum við í Schwaz rétt eftir að við komum yfir til Austurríkis.

Komum til Kitzbühel rétt fyrir kl. 18 á æðislegt skíðahótel sem heitir Hótel Goldener Greif.

Fórum í sauna og svo út að borða.

Ókum 220 km í dag.

 


Dagur 5

Þessi dagur var frábær!

 

Við lögðum af stað frá frábæru hótelinu og byrjuðum í verslanamiðstöð til að kaupa boli á hópinn. Allir búnir að svitna svo mikið að birgðirnar voru uppurnar.

 

Svo var ekið í austur eftir ítölsku Ölpunum í 26-29°C og hitinn fór hæst í 32°C en svo síðar í 7,5°C.  Dagurinn einkenndist af BEYGJUM og þetta var frábær leið.

Vegirnir voru á köflum svo mjóir að þeir minntu á reiðhjólastíga.

 

Við stoppuðum í Tonale Pass í 1880m hæð og svo fórum við yfir 2000m austar.

 

Við erum núna á 2ja stjörnu skíðahóteli í góðu yfirlæti... með kaldan á kantinum að skipuleggja morgundaginn.

 

Delta t var í dag 24,5°C (þ.e.a.s. mismunur á hæsta og lægsta hitastigi)

 

Við hjóluðum 302 km og allir sáttir við daginn.

Myndir má sjá á Instagram en því miður er ekki lengur hægt að setja inn myndir hérna inn á blog síðuna.

 


Dagur 4

Við vorum mættir við bensíndælurnar á Select í Winterthur um kl. 8:15.  Fengum okkur smá snarl og kaffi þar og héldum svo af stað.

Stefndum á Leichtenstein þar sem við fengum okkur hádegismat og svo voru það Alparnir sem biðu okkar.

Eftir mikinn serpentínu-akstur upp að Juliern Pass sem er í 2284m hæð, lá leiðin niður í Stampa.  Þessi leið var engu lík, alveg frábært að hjóla þetta... varla hægt að lýsa með orðum.

Þar var fyllt á alla tanka, bæði á hjólum og mönnum.

Eftir 302 km akstur, komum við á hótelið okkar hér á norður-Ítalíu í bæ sem heitir Colico.  Hótelið heitir Seven Park og er algjörlega frábært, með sundlaug, pottum, gufu, SPA, bar, veitingastað o.s.frv.

Kvöldmaturinn var góður, pizza, hér við hliðina á hótelinu sem er nánast nýtt og stendur við Lake Como.

 

Mynirnar standa eitthvað á sér þar eð viðmótið á þessu bloggi tekur ekki við stærri skrám... ég er að vinna í að finna lausn á því en þangað til verður Instagram að duga.

 


Dagur 3

Dagurinn byrjaði í Haguenau í Frakklandi... í steikjandi hita.

Ókum af stað um kl. 10 og næsta stopp var í Achern í Þýskalandi þar sem við fengum okkur kaffi og köku, réðum ráðum okkar varðandi framhaldið og svo var haldið af stað.

Núna erum við komnir með talstöðvarsamskipti í hjálmana svo að auðveldara er að ræða málin á meðan við erum að hjóla.

Við fórum í gegnum nokkur hrikalega flott smáþorp í Þýskalandi þar sem voru margar krappar beygjur og því afar skemmtilegt að aka um.

 

Áðum á fjallstoppi í Svartaskógi þar sem við snæddum hádegisverð og frábæru umhverfi sem fer bráum að breytast úr paradís mótorhjóla-, reiðhjóla- og sportbílafólks yfir í skíðalendur.

 

Við komum svo til Sviss, n.t.t. til Winterthur um kl. 20 og gistum á Ibis hóteli hér.  Allt er eins og best verður á kosið, hjólin í bílageymslu í kjallaranum og hótelið mjög snyrtilegt, þrátt fyrir að vera 2 stjörnur.

Eftir langþráða sturtu röltum við svo á Outback steikhús (ástralskur veitingastaður) en eftir það tók við skipulagning morgundagsins.

Við ætlum að bruna yfir Alpana, suður til Ítalíu og eigum gistingu þar annað kvöld.

Við gætum lent í rigningu á morgun, m.v. veðurspánna, en það vill til að við erum allir með góða galla og undirfatnað. Hingað til hefur verið svo heitt að allir höfum við verið að fækka fötum, renna frá og fjarlægja fóður o.þh. úr göllunum okkar. Það gæti breyst á morgun í Ölpunum.  Þá gætum við þurft að taka fram regngallana og fóðrið og þykku hanskana (þá sem við notum alltaf heima)

 

Í dag ókum við 260 km

 

Það eru komnar inn myndir og myndband í albúmið "Evrópa 2016"

 


Dagur 2

Vid voknudum i Trier i finu vedri, fengum godan morgunverd og heldum af stad til Luxumburg.

I Lux drukkum vid kako og forum svo til Saarbrucken i Thyskalandi.

Thvi naest var forinni haldid i sudur til Haaguenau sem er i Frakklandi.

Her erum vid a Ibis hoteli, bunir ad setja fjarskiptabunadinn i alla hjalmana og klarir fyrir morgundaginn.

I dag okum vid 251 km og vedrid var frabaert.

Allt gekk vel og vid erum nuna ad skipuleggja morgundaginn m.t.t. gistingar og aksturs.

Eins og gloggir lesendur taka eftir tha er eg i tolvu sem er ekki med serislenska stafi a lyklabordinu og thar ad auki er lyklabordid mjog undarlega uppsett, hef aldrei sed annad eins.  Brosi er ad nota tolvuna mina til ad boka hotel fyrir naestu nott.

Enntha er eg ekki buinn ad setja inn neinar myndir en thad stendur til bota.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband