Dagur 4

Dagurinn hófst á því að við skruppum í mótorhjólaverslun þar sem einhverjir keyptu sér einhvern fatnað.

Við lögðum svo af stað frá þessu líka fína hóteli, í rigningu.

Það rigndi á okkur til kl. 15 en þá vorum við búnir að fara yfir nokkur fjallaskörð og það síðasta var að bjóða okkur upp á all svakalegar aðstæður, 2478 m.y.s. í 2,5°C og slyddu... það mátti s.s. ekki tæpara standa.

Þegar niður var komið mættu okkur 22°C og sólskin.

Við fórum yfir Grimsel Pass og síðan Nufenen Pass og áttum í raun nokkuð góðan dag, þrátt fyrir talsverða úrkomu og lágt hitastig lengst af.

Við erum núna á Hotel Cereda í Sementina í suður Sviss, við landamæri Ítalíu.

Fórum  fyrr í kvöld á Adele sem er frábær pizzastaður hér við hliðina á hótelinu.

Við ókum 228 km í dag í 2,5-22°C

 

 


Dagur 3 - kort

SmartSelect_20180901-004342_Connect


Dagur 3

Þessi dagur hófst í Þýskalandi, n.t.t. í bænum Baden Baden á Hotel Etol.

Lögðum af stað um kl. 10 og stefndum á Frakkland.  Tókum hádegismatinn í Illkirch í Frakklandi og ókum svo suður með landamærum Frakklands og Þýskalands og fórum nokkrum sinnum yfir landamærin uns við vorum komnir alveg yfir til Þýskalands og svo Sviss.

Ókum í gegnum Luzern í Sviss og til Meggen þar sem við dveljun núna á Hotel Balm.  Það sem kom okkur mest á óvart var að þetta er 3ja stjörnu hótel sem er með Michelin veitingastað á jarðhæðinni.

Þar fengum við okkur síðbúinn kvöldverð og vorum við AFAR sáttir við matinn og þjónustuna.  Það er dálítið magnað að bóka ódýrt hótel og skella sér svo í mat í anddyrinu og komast svo að því að maður sé staddur á Michelin vottuðum veitingastað.

Við keyrðum í regnfötum í mest allan dag og í rigningu í talsverðan tíma.  Það hafði þó ekki mikil áhrif á upplifun okkar, þetta við virkilega skemmtilegur dagur.

Í dag ókum við 298 km í 13,5-16,5 °C og eins og áður segir, að miklu leyti í rigningu.

Það er mjög góður andi í mönnum og hópurinn er samstilltur, þrátt fyrir að telja 9 ólíka einstaklinga sem þó hafa það sama að markmiði, að hafa gaman að því að hjóla saman og njóta hverrar stundar.

Á morgun spáir mikilli rigningu hérna í Ölpunum fram undir hádegi, svo að við stefnum á að leggja eitthvað seinna af stað, en stefnan er tekin til Ítalíu á morgun.

Ætlum þó að byrja daginn á að fara í mótorhjólaverslun sem er hérna rétt hjá hótelinu.

Ég vona að einhver sé að lesa þessar lítilfjörlegu færslur og að jafnframt að einhver kunni að hafa af því gaman.

Góðar stundir!

 

 


Dagur 2 - kort

SmartSelect_20180830-212045_Gallery


Dagur 1 - kort

SmartSelect_20180830-094952_Connect


Dagur 2

Lögðum af stað frá hótelinu um kl. 10:30 í fínu veðri sem svo átti eftir að verða ennþá betra er á leið.

Við áttum virkilega góðan dag og ókum 282 km til Baden-Baden þar sem við erum núna á Hotel Etol í miðbænum. 

Fórum á frábært steikhús í kvöld en sitjum núna í anddyrinu og vorum að klára að tengja alla hjálmana saman og erum að skipuleggja morgundaginn.

Erum aðeins að glíma við rigningarspá en það vofir yfir okkur úrhelli í Ölpunum en við ætlum að reyna að komast fram hjá slíku.

Stefnan er tekin á Bern eða Lausanne, mögulega á Mont Blanc. Það yrði þá tekið strauið á Ítalíu til að ná að taka einhverja "passa" (fjallaskörð) í ítölsku ölpunum. Lake Como er á bucket list hjá okkur í þessum túr.


Dagur 1

Nú er fyrsti dagurinn að líða undir lok.

Við flugum til Munchen og vorum svo komnir á mótorhjólaleiguna um kl. 14.

Það tók um 2 tíma að græja hjólin og við lögðum af stað frá leigunni kl. 16.  Leiðin lá í vestur í áttina að Lindau.

Erum núna á hóteli við hraðbrautina og erum í góðu yfirlæti á Hotel Vienna House Easy.

Í dag ókum við aðeins um 100 km í 29-31°C.

Sitjum núna úti í blíðunni og skipuleggjum morgundaginn.


Alpaferð 08/2018 - Icy Riders

Þá styttist í þessa langþráðu ferð okkar félaganna en í þetta skiptið verðum við 9 talsins... auk undirritaðs verða Bolli, Páll, Gísli, Gísli Páll, Örn, Sigurjón, Björgvin og Gunnar.

Við verðum allir á BMW nema 1 sem verður á Kawasaki.

Við fljúgum til Munchen og tökum hjólin á leigu hjá Allround Motorradvermietung sem er með útibú í Erdingen.

Förinni er heitið í suður, yfir Alpana til Ítalíu en svo mun þetta að mestu ráðast af veðri.

Það er mikil tilhlökkun í mönnum.

Ég ætla að reyna að setja inn færslur og myndir á hverju kvöldi.

Brottför frá KEF er n.k. miðvikudag 29.08. en svo lýkur ferðinni ýmist 05.09. eða 08.09. hjá okkur félögunum.

K.kv., Svanþór


Dagur 5

Jæja, þá er þessi dagur á enda kominn.

Við byrjuðum daginn seinna en undanfarna daga og skelltum okkur svo á Mercedes-Benz safnið. Það var magnað í alla staði.

Við þurftum að bíða eftir að rigningunni slotaði í Stuttgart og lögðum af stað frá Hótel Arcotel Camino kl. 15.  Neyddumst svo til að stoppa við Porsche safnið þar eð rigningin var þá ennþá að gera okkur lífið leitt.

Þaðan ókum við svo um kl. 16 og þá beint út á hraðbraut til Frankfurt.

Þar tók við 215km akstur í svölu veðri, úrkomu á köflum og vindi.

Við komum svo á ániningarstað kl. 20 og verðum nú á þessu hóteli í tvær nætur.

Ætlum að skila fákunum í fyrramálið og svo að fljúga heim á miðvikudaginn eftir að hafa flýtt heimförinni í dag. (áætluð heimkoma var n.k. laugardag)

Þetta er búin að vera mjög skemmtileg ferð en eftir liggja um 965km, markmiðið var þó um 2000km þegar lagt var af stað, en eins og áður hefur komið fram hér þá hefur veðrið verið okkur frekar óhagstætt og spáin fyrir næstu daga er ekki góð.

Ég vil þakka þeim sem kunna að hafa fylgst með ferðum okkar félaganna og vona að einhver hafi haft af því gaman.

Myndaalbúmið á vonandi eftir að stækka á næstu dögum.

Góðar stundir!

 


Dagur 4

Kæru lesendur (ef einhverjir eru)

í morgun fórum við af stað í fínu veðri, þurrt, logn og um 10°C en það átti eftir að breytast all snarlega.

Ókum í áttina að Svartaskógi (í austur) og þegar að var komið tók á móti okkur ausandi rigning og hitastigið lækkaði óðum... fór niður í 2°C og þá var okkur hætt að lítast á blikuna enda stutt í hálku.

Þetta slapp þó fyrir horn hjá okkur, settumst að á lestarstöð neðar í skóginum og fengum páskaegg sem Rebekka hafði sent Pál með handa okkur.  Á meðan þornaði fatnaðurinn og við náðum upp eðlilegu hitastigi enda orðnir kaldir og blautir.

Við héldum svo för okkar áfram á skemmtilegum sveitavegum en svo út á hraðbraut til Stuttgart.

Skelltum okkur á Porsche museum og höfðum gaman af.

Við ókum ekki nema um 150km í dag en m.v. aðstæður er það alveg ásættanlegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband