Dagur 8

Við vorum komnir snemma á ról í morgun á Grand Hotel Europa í Innsbruck í Austurríki, sem er 5 stjörnu hótel í miðborginni... fengum þessa gistingu á spottprís þar eð þetta er "low season".

Eftir morgunmatinn var lagt af stað um kl. 9:15 áleiðis til Bad Reichenhall í Þýskalandi, n.t.t í Arnarhreiðrið... unditrritaður hafði komið þangað í tvígang en sumir voru að koma þangað í fyrsta sinn, en allir nutum við þess.

Þetta er mikil upplifun í alla staði, farið með sérsmíðaðri rútu upp í 1710 m.y.s. og svo gengið í göngum inn í fjallið, 124m og svo með lyftu upp 124m og komið upp í "borðsal".

Þarna snæddum við hádegisverð og nutum útsýnisins.

Eftir þetta skildu leiðir, þ.e.a.s. að enn fækkaði í hópnum, 4 liðsmenn kvöddu okkur og héldu í áttina til Munchen.

Þeir voru Páll (fararstjóri), Örn, Gísli Páll og Sigurjón.

Eftir stóðum við bræðurnir ásamt Gísla Sig.

Við héldum af stað til að hitta Björgvin, Sylvíu og Kristján á hóteli í Saalfelden í Austurríki þar sem við erum núna.

Í dag fengum við virkilega gott veður og á köflum var virkilega heitt í leðrinu.  Hitastigið fór í 24°C þegar hlýjast var seinni partinn.

Við ókum 236km í dag og telst það nokkuð gott m.t.t. þess að við vörðum 3-4 klst. í Arnarhreiðrinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband