Dagur 11

Við skiluðum hjólunum á leiguna í morgun og vorum þá búnir að aka samtals 2.534 km í ferðinni.

Þetta er búin að vera mjög góð ferð og vandræðalítil.

Fengum alltaf gistingu fyrir allan 9 manna hópinn á sama hóteli, en það var nokkuð sem við höfðum áhyggjur af fyrirfram.

Bókuðum gjarnan gistinguna samdægurs og höfðum úr nægu gistirými að velja á hverjum degi.

Við þrír sem eftir stóðum síðustu dagana, fórum svo til Munchen og beint í mótorhjólabúðaleiðangur og á Block House í alvöru steik.

Ég vil þakka þeim sem kunna að hafa lesið þessar bloggfærslur mínar og vona að einhver hafi haft gaman að þessu með okkur.

Á morgun, sunnudag höldum við svo heim á leið eftir 12 daga ferðalag um Þýskaland, Frakkland, Sviss, Ítalíu og Austurríki.

Vörðum mestum tíma í Ölpunum, aðallega Ítalíumegin, n.t.t. í Suður-Týról en þar er paradís bifhjólamanna og margar af þeim leiðum sem Páll leiðangursstjóri valdi, eru á lista yfir bestu mótorhjólavegi í veröldinni.

Ég mun svo bæta inn fleiri myndum á allra næstu dögum.

 

Góðar stundir!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband