Dagur 9

Fórum frá þessu fína hóteli í Saalfelden í Austurríki í mjög góðu veðri upp úr kl. 10 og héldum í áttina að Grossglockner Pass sem var vægast sagt skemmtileg leið, þurftum að greiða 26 EUR á mann fyrir að fá að aka yfir en það var hverrar krónu virði.

Stoppuðum á toppnum og fengum okkur hressingu og nutum útsýnisins í 2.430 m.y.s.

Stefnan var tekin á Faak Am See en þar er mikil hátíð bifhjólamanna, "Bike Week Europe 2018"

Leiðin lá svo áfram til Suðausturs og fljótlega tók veðrið að versna, þ.e.a.s. þrátt fyrir að hitastigið hafi aldrei farið niður fyrir 20°C þá byrjaði að rigna með þrumum og eldingum og þannig gekk þetta í nokkurn tíma.

Komumst þó allir heilir á áfangastað undir kvöld.

Erum á Hotel Sandwirth sem er um 40 km frá hátíðarsvæðinu sem er mjög stórt og þar koma saman allt að 125 þúsund bifhjólamenn á um 70 þúsund hjólum frá allri Evrópu... þetta er magnaður viðburður sem þyrfti sérstakan pistil til að lýsa og mun ég e.t.v. birta slíkan hérna síðar.

Í dag keyrðum við 257 km

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband