Dagur 3

Þessi dagur hófst í Þýskalandi, n.t.t. í bænum Baden Baden á Hotel Etol.

Lögðum af stað um kl. 10 og stefndum á Frakkland.  Tókum hádegismatinn í Illkirch í Frakklandi og ókum svo suður með landamærum Frakklands og Þýskalands og fórum nokkrum sinnum yfir landamærin uns við vorum komnir alveg yfir til Þýskalands og svo Sviss.

Ókum í gegnum Luzern í Sviss og til Meggen þar sem við dveljun núna á Hotel Balm.  Það sem kom okkur mest á óvart var að þetta er 3ja stjörnu hótel sem er með Michelin veitingastað á jarðhæðinni.

Þar fengum við okkur síðbúinn kvöldverð og vorum við AFAR sáttir við matinn og þjónustuna.  Það er dálítið magnað að bóka ódýrt hótel og skella sér svo í mat í anddyrinu og komast svo að því að maður sé staddur á Michelin vottuðum veitingastað.

Við keyrðum í regnfötum í mest allan dag og í rigningu í talsverðan tíma.  Það hafði þó ekki mikil áhrif á upplifun okkar, þetta við virkilega skemmtilegur dagur.

Í dag ókum við 298 km í 13,5-16,5 °C og eins og áður segir, að miklu leyti í rigningu.

Það er mjög góður andi í mönnum og hópurinn er samstilltur, þrátt fyrir að telja 9 ólíka einstaklinga sem þó hafa það sama að markmiði, að hafa gaman að því að hjóla saman og njóta hverrar stundar.

Á morgun spáir mikilli rigningu hérna í Ölpunum fram undir hádegi, svo að við stefnum á að leggja eitthvað seinna af stað, en stefnan er tekin til Ítalíu á morgun.

Ætlum þó að byrja daginn á að fara í mótorhjólaverslun sem er hérna rétt hjá hótelinu.

Ég vona að einhver sé að lesa þessar lítilfjörlegu færslur og að jafnframt að einhver kunni að hafa af því gaman.

Góðar stundir!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband