Dagur 6

Við vöknuðum á Hotel San Lorenzo í Bormio á Ítalíu (sem var frábært hótel í frábærum bæ) í fínu veðri og lögðum af stað yfir Stelvio Pass í mjög góðum skilyrðum og allt byrjaði mjög vel fyrstu 39,5km en þá stoppuðum við á toppnum í 2757 m.y.s...... en þá gerðist það að einn úr hópnum tók ranga beygju og þá upphófst mikil atburðarrás sem ætlaði engan enda að taka.

Í framhaldinu fórum við  til Merano að borða og svo í Gampen pass og svo Mendel pass sem svo reyndust vera alveg frábærar leiðir.

Eftir daginn lágu svo aðeins 214 km.

Við fengum allt frá 3,5°C og upp í 25°C og efst í Stelvio var snjór yfir öllu nema veginum sjálfum, enda nýlega búið að ryðja veginn.

Þetta var skrýtinn dagur en endaði þó vel.

Nú sitjum við hér allir níu að fara yfir daginn.

Erum á Hótel Miravalle í Selva Val Gardena sem er mjög vinsælt skíðasvæði sem undirritaður og fleiri úr hópnum ætlum að heimsækja í febrúar n.k. til að fara á skíði og njóta vetrarskilyrðanna til hins ítrasta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband